Notkun Google á gögnum þegar þú notar vefsvæði eða forrit samstarfsaðila okkar

Mörg vefsvæði nýta sér tækni frá Google til að bæta efni sitt og halda því ókeypis. Þegar þú heimsækir vefsvæði sem notar auglýsingavörur okkar (eins og AdSense), samfélagsþjónustu (eins og +1 hnappinn) eða greiningarverkfæri (Google Analytics) sendir vafrinn þinn tilteknar upplýsingar til Google sjálfkrafa. Þetta felur meðal annars í sér vefslóð síðunnar sem þú ert að opna og IP-töluna þína. Einnig er mögulegt að við vistum fótspor í vafranum þínum eða lesum fótspor sem þegar eru til staðar.

Á sama hátt geta forrit sem eiga í samstarfi við Google sent okkur upplýsingar eins og heiti forritsins og auðkenni sem hjálpar okkur að ákvarða hvaða auglýsingar við höfum birt í öðrum forritum á tækinu þínu. Við gætum bætt þessum upplýsingum við reikninginn þinn og farið með þær sem persónuupplýsingar, ef þú ert innskráð(ur) og eftir því hverjar reikningsstillingarnar þínar eru.

Hvernig við notum upplýsingarnar sem vafrinn þinn sendir

Þegar þú heimsækir vefsvæði eða notar forrit sem nýta sér tækni frá Google kunnum við að nota þær upplýsingar sem okkur berast frá þessum vefsvæðum og forritum, til dæmis í þeim tilgangi að:

Hvernig þú getur stjórnað upplýsingunum sem sendar eru til Google

Þú færð góð ráð um öryggi og um meðhöndlun gagnanna þinna á netinu í öryggismiðstöð Google.

Hér eru nokkrar af þeim leiðum sem þú getur notað til að stjórna upplýsingunum sem vafrinn þinn deilir þegar þú heimsækir eða átt í samskiptum við þjónustu Google á vefsvæðum samstarfsaðila hér og þar á vefnum: