Tegundir staðsetningargagna sem Google notar

Mismunandi gerðir af staðsetningarupplýsingum kunna að vera notaðar í ýmsum vörum Google.

Óbeinar staðsetningarupplýsingar eru upplýsingar sem segja okkur ekki í raun hvar tækið þitt er staðsett en gera okkur kleift að draga þá ályktun að þú hafir annaðhvort áhuga á staðnum eða kunnir að vera á staðnum. Dæmi um óbeinar staðsetningarupplýsingar væri leitarfyrirspurn sem þú slærð inn um tiltekinn stað. Óbeinar staðsetningarupplýsingar eru notaðar á ýmsa vegu. Ef þú slærð t.d. inn „Eiffelturninn“ drögum við þá ályktun að þú kunnir að vilja sjá upplýsingar um staði nálægt París og getum síðan notað þær upplýsingar til að birta þér tillögur um þessa staði á svæðinu.

Upplýsingum um netumferð, s.s. IP-tölu, er yfirleitt úthlutað eftir löndum og því er hægt að nota þær til að greina a.m.k. það land sem tækið þitt er í og gera hluti á borð við að birta þér rétt tungumál og tungumálskóða fyrir leitarfyrirspurnir. Þessar upplýsingar eru sendar sem eðlilegur hluti af netumferð.

Sumar vörur, s.s. leiðarlýsingar í Google kortum fyrir farsíma, notast við nákvæmari staðsetningarupplýsingar. Fyrir þessar vörur þarftu venjulega að kveikja á staðsetningarþjónustum tækisins, sem eru þjónustur sem nota upplýsingar á borð við GPS-merki, skynjara tækis, Wi-Fi aðgangsstaði og auðkenni farsímamastra til að ákvarða eða áætla nákvæma staðsetningu. Þú getur síðan valið að slökkva á staðsetningarþjónustum tækisins. Tiltekin tæki og/eða forrit kunna einnig að bjóða þér upp á ítarlegar stillingar fyrir þessar staðsetningarþjónustur tækisins. Í sumum vörum geturðu til dæmis valið hvort þú vilt vista þessar staðsetningar í vörunni eða ferli reikningsins.