Tilkynnt um falsanir

Enginn vill lenda í því að vera blekktur til að kaupa falsaðan varning. Falsaðar vörur bera vörumerki eða merkingar sem eru eins eða mjög líkar merkingum annarrar vöru. Hermt er eftir eiginleikum upprunalegu vörunnar til að láta kaupandann halda að um sömu vöru sé að ræða.

Google tekur því alvarlega þegar þjónusta okkar er misnotuð til að auglýsa eða selja falsaða vöru. Á þeim vettvangi þar sem þjónusta og vörur á vegum Google eru notaðar til að auglýsa eða selja vörur er stefna okkar varðandi falsaðar vörur skýr. Við verjum umtalsverðri tæknivinnu og búnaði í að koma í veg fyrir misnotkun sem brýtur í bága við stefnur okkar, þar á meðal falsaðar vörur. Hins vegar er mikill meirihluti vefsvæða í Google leitinni frá þriðja aðila en ekki vörur eða þjónusta á vegum Google. Ef þú sérð efni sem þú telur tortryggilegt skaltu hafa beint samband við eiganda vefsvæðisins. Ef þú hefur útvegað dómsúrskurð, geturðu kynnt þér ferli okkar fyrir dómsúrskurð. Skoðaðu leiðbeiningar okkar, Öryggi þegar verslað er á netinu, en þar getur þú kynnt þér hvernig greina má vefsvæði sem selja falsaðar vörur.

Við bjóðum neytendum og eigendum vörumerkja upp á eyðublöð til að tilkynna misnotkun, en þau má finna í hjálparmiðstöðvum hverrar vöru (sjá allar hjálparmiðstöðvar Google). Þar á meðal eru: