Notaðu öruggt net

Það er góð venja að sýna sérstaka aðgát við netnotkun þegar tengst er í gegnum net sem þú þekkir ekki eða treystir ekki – til dæmis þegar þú notar fría þráðlausa netið á kaffihúsinu. Þjónustuveitan getur fylgst með allri umferð á netinu, þar á meðal persónuupplýsingunum þínum.

Ef þú notast hins vegar við þjónustu sem dulkóðar tenginguna þína við vefþjónustuna gerir það fólki mun erfiðara fyrir að njósna um það sem þú aðhefst. Að sjálfgefnu dulkóðum við tengingu Gmail á milli þín og Google. Þetta hjálpar til við að vernda þig gegn hnýsni annarra þegar þú notar Google. Þessi vernd, sem kölluð er SSL-dulkóðun yfir alla lotuna, er einnig sjálfgefið virk þegar þú ert skráð(ur) inn á Google Drive og margar aðrar þjónustur.

Skoðaðu vísbendingar um tenginguna við vefsvæðið þegar þú vafrar.

Kíktu fyrst á veffangastiku vafrans til að kanna hvort vefslóðin virðist ekta. Þú ættir líka að athuga hvort veffangið hefst á https:// – það gefur til kynna að tengingin við vefsvæðið sé dulkóðuð og þar af leiðandi með betri varnir gegn fikti og snuðri. Sumir vafrar birta einnig tákn fyrir hengilás í veffangastikunni við hliðina á https:// til að gefa skýrar til kynna að tengingin sé dulkóðuð og öruggari en ella.

Þegar þú tengist í gegnum opin þráðlaus net getur hver sem er í nágrenninu fylgst með upplýsingunum sem sendar eru á milli tölvunnar þinnar og þráðlausa aðgangsstaðarins ef tengingin er ekki dulkóðuð. Forðastu að framkvæma mikilvægar aðgerðir eins og að nota heimabanka eða versla á netinu þegar þú notar opin net.

Ef þú notar þráðlaust net heima hjá þér skaltu ganga úr skugga um að beinirinn fari fram á aðgangsorð. Fylgdu leiðbeiningunum frá netveitunni þinni eða framleiðanda beinisins til að stilla eigið aðgangsorð fyrir beininn, en ekki nota sjálfgefna aðgangsorðið sem glæpamenn kunna að þekkja. Ef glæpamenn fá aðgang að beininum þínum geta þeir breytt stillingunum og njósnað um athafnir þínar á netinu.

Að lokum ættir þú einnig að ganga úr skugga um að öryggi þráðlausa netsins heima hjá þér sé tryggt þannig að aðrir hafi ekki aðgang að því. Þetta þýðir að þú ættir að velja aðgangsorð til að vernda þráðlausa netið – og rétt eins og með önnur aðgangsorð sem þú velur skaltu tryggja að þetta sé langt aðgangsorð sem er samsetning talna, bókstafa og tákna svo aðrir geti ekki giskað á það með einföldum hætti. Þú ættir að velja stillinguna WPA2 þegar þú setur upp netið. Það veitir aukna vernd.

Öryggisverkfæri

Kynntu þér fimm helstu öryggiseiginleika Google sem eru hannaðir til að stuðla að fjölskylduvernd á netinu.

Google reikningar

Gerðu Google reikninginn þinn enn öruggari

Þú eykur öryggi Google reikningsins þíns með því að bæta við tvíþættri staðfestingu. Ef þú ert með kveikt á tvíþættri staðfestingu sendir Google aðgangskóða í farsímann þinn þegar einhver reynir að skrá sig inn á reikninginn þinn úr áður óþekktri tölvu. Þetta þýðir að þótt einhver steli eða giski á aðgangsorðið þitt getur sá hinn sami ekki skráð sig inn á reikninginn þinn nema hafa símann þinn. Þannig geturðu varið þig með einhverju sem þú veist (aðgangsorðið) og einhverju sem þú ert með (síminn).

Frekari upplýsingar

Opnaðu stillingarnar með því að smella á nafnið þitt eða myndina í hægra horninu og smella svo á Reikningur.

Smelltu á Öryggi efst. Í aðgangsorðsglugganum skaltu smella á Uppsetning við hliðina á Tvíþætt staðfesting.

Þá færðu leiðbeiningar sem fylgja þér í gegnum uppsetningarferlið.

Síðan opnast stillingar tvíþættrar staðfestingar á ný. Yfirfarðu stillingarnar og bættu við varasímanúmerum.

Þá er það komið! Næst þegar þú skráir þig inn færðu send SMS-skilaboð með staðfestingarkóða.

Chrome

Vafrað á vefnum án þess að skilja eftir spor

Þú getur notað huliðsstillingu í Chrome vafranum í tölvunni, spjaldtölvunni eða símanum til að vafra án þess að skilja eftir þig nein spor. Ef huliðsstilling er virk skráir Chrome ekki þær síður sem þú skoðar og skrár sem þú sækir í vafra- eða niðurhalsferil.

Frekari upplýsingar

Smelltu á Chrome valmyndina á tækjastiku vafrans → Smelltu á „Nýr huliðsgluggi“.

Nýr gluggi birtist, með tákni huliðsstillingar í horninu. Til að hætta þarftu bara að loka glugganum.

Google reikningar

Google reikningurinn eins og þú vilt hafa hann

Á stillingasíðu reikningsins þíns sérðu þá þjónustu og upplýsingar sem tengjast Google reikningnum þínum og getur breytt öryggis- og persónuverndarstillingum.

Frekari upplýsingar

Opnaðu stillingarnar með því að smella á nafnið þitt eð a

Google reikningar

Fáðu tilkynningu ef nafnið þitt birtist á vefnum

„Ég á vefnum“ getur hjálpað þér að skilja og stjórna því sem fólk sér þegar það leitar að þér á Google. Eiginleikinn aðstoðar þig við að setja upp Google tilkynningar til að fylgjast með ef upplýsingar um þig birtast á netinu og stingur sjálfkrafa upp á ýmsum leitarskilyrðum sem þú kannt að vilja hafa auga með.

Frekari upplýsingar

Skráðu þig inn á Google reikninginn þinn og farðu á hlutann „Ég á vefnum“.

Smelltu á Stjórna veftilkynningum og smelltu svo á rauða hnappinn til að búa til tilkynningu.

Nafnið þitt birtist í textareitnum. Smelltu í textareitinn til að sjá fleiri uppástungur um veftilkynningar.

Smelltu á „Bæta við“ til að bæta við tilkynningu. Smelltu á blýantstáknið til að gera breytingar og ruslafötutáknið til að eyða.

Í fellivalmyndinni „Hversu oft“ skaltu velja tíðni tilkynninga.

Google reikningar

Hafðu umsjón með gögnunum á Google reikningnum þínum

Stjórnborð Google sýnir þér það sem er vistað á Google reikningnum þínum og veitir þér yfirlit yfir nýlega virkni á reikningnum. Á einum miðlægum stað geturðu auðveldlega skoðað gögnin þín og virkni og valið stillingar fyrir þjónustu á borð við Blogger, dagatal, skjöl, Gmail, Google+ og fleira.

Frekari upplýsingar

Farðu á stjórnborðið til að sjá yfirlit yfir gögnin sem tengjast Google reikningnum þínum og hafa umsjón með stillingunum þínum.

Hér geturðu séð og haft umsjón með gögnum sem vistuð eru á Google reikningnum þínum.

Sjá fleiri öryggisverkfæri