Að meta trúverðugleika efnis

Jafnvel þótt eitthvað sé á netinu þýðir það ekki að það sé satt. Kenndu börnunum þínum að skoða allt efni með gagnrýnum augum svo þau geti greint á milli staðreynda og uppspuna. Lærðu að greina áreiðanlegar heimildir frá óáreiðanlegum og hvernig hægt er að sannreyna réttmæti upplýsinga sem þú finnur á netinu.

Öryggisverkfæri

Kynntu þér öryggiseiginleika Google sem eru hannaðir til að stjórna því hvað börnin þín geta séð á netinu.

Google leit

Tilkynntu óviðeigandi niðurstöður SafeSearch

Ef þú rekst á niðurstöðu úr SafeSearch sem er ekki við hæfi barna skaltu láta okkur vita. Við vinnum stanslaust að því að bæta efnissíurnar okkar og ábending frá þér hjálpar okkur við að gera SafeSearch öruggara fyrir alla.

Frekari upplýsingar

Smelltu á óviðeigandi myndina sem birtist í leitarniðurstöðunum til að opna síðu með fleiri valkostum

Smelltu á Senda ábendingu neðst til hægri á myndaniðurstöðusvæðinu.

YouTube

Tilkynntu vafasamt efni

Starfsmenn okkar vinna allan sólarhringinn við að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar á YouTube. Ef þú sérð efni eða verður vitni að hegðun sem þú telur að brjóti í bága við samfélagsreglur YouTube geturðu sent það inn til skoðunar. Ef myndskeið brýtur í bága við reglur netsamfélagsins er það fjarlægt af vefsvæðinu. Ef það brýtur ekki reglurnar en er mögulega ekki viðeigandi fyrir alla er hægt að setja aldurstakmark á myndskeiðið svo að yngri notendur geti ekki horft á það.

Frekari upplýsingar

Til að tilkynna myndskeið skaltu smella á hnappinn „Tilkynna“ fyrir neðan myndspilarann.

Smelltu á þá ástæðu fyrir tilkynningunni sem best lýsir broti myndskeiðsins

Gefðu ítarlegri upplýsingar sem gætu aðstoðað starfsfólk okkar við að taka ákvörðun um málið.

Myndskeið eru tilkynnt undir nafnleynd en þú verður að vera innskráð(ur) til að nota tilkynningaverkfærin.

Upplýsingar um hvernig tilkynna á ummæli eða rás er að finna í hjálparmiðstöðinni.

Google+

Tilkynntu móðgandi efni

Ef einhver skrifar óviðeigandi ummæli við færslu á Google+ geturðu tilkynnt þau, jafnvel úr fartæki. Google+ setur skýrar reglur um efni sem útlista hvað þykir viðeigandi og hvað þykir óviðeigandi hegðun á vefsvæðinu. Ef þú sérð efni eða verður vitni að hegðun sem brýtur í bága við stefnu okkar geturðu sent það inn til skoðunar. Við förum yfir tilkynningar dag sem nótt og fjarlægjum efni og takmörkum eða lokum reikningum notenda sem brjóta reglur okkar.

Frekari upplýsingar

Til að tilkynna færslu skaltu smella á örina efst til hægri í færslunni. Smelltu síðan á „Tilkynna um rusl eða misnotkun“.

Þú getur tekið fram af hverju þú ert að tilkynna færsluna í sprettiglugganum sem opnast.

Að þessu loknu birtist rautt flagg við hliðina á færslunni. Til að hætta við að senda tilkynningu skaltu smella á rauða flaggið.

Til að tilkynna ummæli skaltu færa bendilinn yfir ummælin og smella á gráa flaggið sem birtist.

Google+

Tryggðu öryggi allra í Hangouts

Við viljum að Hangouts sé skemmtilegt fyrir alla. Ef þú sérð efni eða verður vitni að hegðun sem brýtur í bága við reglur Google+ um efni og framferði notenda geturðu sent það til skoðunar. Regluarnar gegna mikilvægu hlutverki við að gera Google+ að öruggum og jákvæðum stað og því munum við fjarlægja efni og takmarka eða loka fyrir reikninga hjá notendum sem brjóta reglur okkar. Þú getur einnig sett notanda í samtali á bannlista ef þú vilt ekki lengur sjá eða heyra í viðkomandi.

Frekari upplýsingar

Til að loka á notanda í samtali færirðu bendilinn yfir smámynd viðkomandi.

Smelltu á hunsunartáknið.

Til að loka varanlega á notanda í samtali skaltu merkja í reitinn við hliðina á „Eyða varanlega“ og velja svo „Lokið“.

Blogger

Leggðu þitt af mörkum til að tryggja öryggi allra í bloggheimum

Skýrar reglur gilda um hvers konar efni má birta á Blogger. Ef þú sérð efni sem brýtur gegn reglum Blogger um efni geturðu sent það inn til skoðunar. Allt efni sem brýtur í bága við reglur okkar verður fjarlægt og ef efni brýtur ekki í bága við reglur okkar en er mögulega ekki viðeigandi fyrir alla aldurshópa birtist viðvörunarsíða.

Frekari upplýsingar

Opnaðu hjálpargreinina hérna til að tilkynna efni.

Neðst á síðunni skaltu velja hvers konar misnotkun um er að ræða til að fá aðgang að viðeigandi eyðublaði

Fylltu út nauðsynlega rieti og smelltu á „Senda“.

Ef þú ert að skoða blogg sem þú vilt tilkynna skaltu smella á fellivalmyndina „meira“ efst á síðunni.

Smelltu svo á „Tilkynna misnotkun“ og fylgdu skrefunum til að tilkynna efni á síðunni til Blogger.

Google Play

Notaðu barnalæsingu til að sía forrit eftir efnisflokkun

Þú getur notað barnalæsingu til að takmarka hvaða efni er hægt að sækja eða kaupa á Google Play. Þetta hjálpar þér að finna viðeigandi efni fyrir þig og fjölskyldu þína.

Frekari upplýsingar

Opnaðu Play Store forritið í tækinu.

Ýttu á valmyndartáknið í horninu efst til vinstri.

Veldu Stillingar.

Veldu Barnalæsing.

Kveikja á barnalæsingu.

Búðu til PIN-númer.

Veldu „Forrit og leikir“.

Veldu stig takmörkunar.

YouTube

Búðu til síu til að útiloka óviðeigandi efni

Ef þú vilt ekki sjá efni sem er ætlað fullorðnum eða efni sem hefur aldurstakmark á YouTube skaltu fletta neðst á hvaða YouTube síðu sem er og virkja öryggisstillinguna. Öryggisstillingin hjálpar við að sía út óæskilegt efni úr leit, tengdum myndskeiðum, spilunarlistum, þáttum og kvikmyndum.

Frekari upplýsingar

Flettu neðst á hvaða YouTube síðu sem er og smelltu á fellivalmyndina í hlutanum „Öryggi“.

Veldu „Kveikt“ eða „Slökkt“ til að kveikja eða slökkva á öryggisstillingunni.

Til að læsa þessari stillingu skaltu skrá þig inn á Google reikninginn þinn.

Þegar þú hefur skráð þig inn gefst þér kostur á að læsa þessari stillingu.

Google leit

Stilltu bara einu sinni. Haltu öryggisstillingunni læstri

Ef þú vilt hafa öryggisstillinguna á til frambúðar geturðu læst henni. Þá verður öryggisstillingin sjálfkrafa virk í hvert sinn sem þú ferð á YouTube úr þeim vafra.

Frekari upplýsingar

Veldu „Kveikt“ eða „Slökkt“ til að kveikja eða slökkva á öryggisstillingunni.

Til að læsa þessari stillingu skaltu skrá þig inn á Google reikninginn þinn.

Þegar þú hefur skráð þig inn gefst þér kostur á að læsa þessari stillingu.

Google Play

Komdu í veg fyrir óviljandi eða óumbeðin kaup

Þú getur komið í veg fyrir óviljandi kaup í Google Play með því að fara fram á tilteknar upplýsingar við greiðslu, svo sem aðgangsorð.

Frekari upplýsingar

Opnaðu Play Store forritið í tækinu.

Ýttu á valmyndartáknið í horninu efst til vinstri.

Veldu Stillingar.

Veldu „Krefjast auðkenningar fyrir kaup“.

Veldu þann kost sem hentar þér best. Ef þú ert foreldri eða hyggst deila tækinu með öðrum mælum við með því að þú veljir „Fyrir öll kaup í gegnum Google Play í þessu tæki“.

Sjá fleiri öryggisverkfæri