Tryggðu öryggi gagnanna þinna

Það er mikilvægt að þú bendir börnum þínum á góðar öryggisvenjur á netinu svo þau læri að nota vefinn á öruggan hátt. Sérfræðingarnir okkar hafa búið til nokkur ábendingar til að hjálpa þér og fjölskyldu þinni að nota vefinn á öruggan hátt.

Öryggisverkfæri

Kynntu þér fimm helstu öryggiseiginleika Google sem eru hannaðir til að stuðla að fjölskylduvernd á netinu.

Google Play

Notaðu barnalæsingu til að sía forrit eftir efnisflokkun

Þú getur notað barnalæsingu til að takmarka hvaða efni er hægt að sækja eða kaupa á Google Play. Þetta hjálpar þér að finna viðeigandi efni fyrir þig og fjölskyldu þína.

Frekari upplýsingar

Opnaðu Play Store forritið í tækinu.

Ýttu á valmyndartáknið í horninu efst til vinstri.

Veldu Stillingar.

Veldu Barnalæsing.

Kveikja á barnalæsingu.

Búðu til PIN-númer.

Veldu „Forrit og leikir“.

Veldu stig takmörkunar.

YouTube

Búðu til síu til að útiloka óviðeigandi efni

Ef þú vilt ekki sjá efni sem er ætlað fullorðnum eða efni sem hefur aldurstakmark á YouTube skaltu fletta neðst á hvaða YouTube síðu sem er og virkja öryggisstillinguna. Öryggisstillingin hjálpar við að sía út óæskilegt efni úr leit, tengdum myndskeiðum, spilunarlistum, þáttum og kvikmyndum.

Frekari upplýsingar

Flettu neðst á hvaða YouTube síðu sem er og smelltu á fellivalmyndina í hlutanum „Öryggi“.

Veldu „Kveikt“ eða „Slökkt“ til að kveikja eða slökkva á öryggisstillingunni.

Til að læsa þessari stillingu skaltu skrá þig inn á Google reikninginn þinn.

Þegar þú hefur skráð þig inn gefst þér kostur á að læsa þessari stillingu.

Chrome

Stjórnaðu því hvað börnin þín sjá á vefnum

Ef þú vilt stjórna því hvaða vefsvæði fjölskyldan getur heimsótt á netinu geturðu notað „stýrða notendur“ í Google Chrome. Með því að notast við stýrða notendur geturðu séð síðurnar sem stýrði notandinn hefur heimsótt og lokað á vefsvæði sem þú vilt ekki að hann sjái.

Frekari upplýsingar

Til að setja upp stýrðan notanda á þinni Chromebook tölvu ferðu á aðalinnskráningarskjáinn og velur „Add user“ (bæta við notanda).

Hægra megin á skjánum velurðu „Create a supervised user“ (stofna stýrðan notanda).

Smelltu á „Create a supervised user“ (stofna stýrðan notanda).

Skráðu þig inn á reikninginn sem á að fylgjast með stýrða notandanum og veldu Next (áfram).

Veldu notandanafn, aðgangsorð og mynd fyrir stýrða notandann. Smelltu á Next (áfram).

Android

Takmarkaðu aðgang við samþykkt forrit og leiki

Viltu leyfa einhverjum að nota spjaldtölvuna þína en án þess að viðkomandi komist í allt dótið þitt? Í Android spjaldtölvum með útgáfu 4.3 eða nýrri af Android er hægt að búa til prófíla með takmarkaðar aðgangsheimildir, sem takmarka aðgang annarra notenda að eiginleikum og efni á tölvunni þinni.

Frekari upplýsingar

Ef þú ert eigandi spjaldtölvunnar snertirðu Settings (stillingar) → Users (notendur) → Add user or profile (bæta við notanda eða prófíl)

Ýttu á „Takmarkað snið“ og svo „Nýtt snið“ og gefðu svo sniðinu heiti.

Þú getur kveikt og slökkt á eiginleikum og notað stillingarnar til að veita aðgang að eiginleikum, stillingum og forritum.

Ýttu á aflrofann til að fara aftur á lásskjáinn og snertu svo tákn nýja prófílsins.

Þegar allt er uppsett birtist heimaskjárinn sem auður. Snertu táknið fyrir öll forrit til að hefjast handa í nýja prófílnum.

Sjá fleiri öryggisverkfæri