„auglýsingaþjónusta“

Dæmi

Ef þú heimsækir til dæmis oft vefsvæði og blogg sem snúast um garðyrkju og birta auglýsingar frá okkur er mögulegt að þú farir að sjá auglýsingar sem tengjast því efni á ferðalagi þínu um vefinn. Frekari upplýsingar.

Endurmarkaðssetning er annað dæmi, en það er eiginleiki sem gerir auglýsendum okkar kleift að ná til fólks sem áður hefur heimsótt vefsvæðið og birta því gagnlegri auglýsingar. Ef þú skoðaðir þannig tiltekna skó á vefsvæði uppáhalds skóverslunarinnar þinnar á netinu er mögulegt að þú farir að sjá þá skó auglýsta hér og þar á vefnum. Frekari upplýsingar.