„virkni þín á öðrum vefsvæðum og forritum“

Dæmi

Þessi virkni gæti átt rætur að rekja til notkunar þinnar á Google vörum eins og Chrome Sync eða heimsókna á vefsvæði og forrit sem eru í samstarfi við Google. Mörg vefsvæði og forrit eru í samstarfi við Google til að bæta efni sitt og þjónustu. Til dæmis kann vefsvæði að nota auglýsingaþjónustu okkar (eins og AdSense) eða greiningartól (eins og Google Analytics) eða fela í sér annað efni (s.s. myndskeið frá YouTube). Þessar vörur deila upplýsingum um virkni þína á Google og, allt eftir reikningsstillingum þínum og vörunum sem verið er að nota (t.d. þegar samstarfsaðili notar Google Analytics með auglýsingaþjónustu okkar), þessi gögn gætu verið tengd persónuupplýsingunum þínum.

Frekari upplýsingar um hvernig Google notar upplýsingar þegar þú notar vefsvæði eða forrit samstarfsaðila okkar.