Reglurammar sjálfseftirlits

Síðast breytt: 2. október 2017

Eins og fram kemur í Privacy Shield-vottun okkar fylgjum við EU-US og Swiss-US Privacy Shield Frameworks eins og þau eru sett fram hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu, að því er varðar söfnun, notkun og varðveislu persónuupplýsinga frá aðildarlöndum Evrópusambandsins og Sviss, eftir því sem við á. Google, þar á meðal Google LLC og dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum sem eru að fullu í eigu móðurfyrirtækis, hefur vottað að það starfar samkvæmt reglum Privacy Shield. Google ber ábyrgð á öllum persónuupplýsingum þínum sem er deilt með þriðju aðilum fyrir vinnslu utanhúss af okkar hálfu, í samræmi við reglur um framsendingu upplýsinga, eins og lýst er í hlutanum „Upplýsingar sem við deilum“. Frekari upplýsingar um Privacy Shield-áætlunina og vottun Google má finna á vefsvæði Privacy Shield.

Ef þú ert með fyrirspurn um meðferð okkar á persónuupplýsingum er varðar Privacy Shield vottun okkar hvetjum við þig til að hafa samband. Google er háð rannsóknar- og eftirlitsyfirvöldum Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC). Þú getur einnig sent kvörtun til persónuverndaryfirvalda í þínu landi og við munum leysa úr málinu í samstarfi við þau. Undir vissum kringumstæðum má samkvæmt Privacy Shield Framework hefja málarekstur fyrir bindandi gerðardómi til að leysa úr kvörtunum sem ekki verða leystar með öðrum hætti, eins og lýst er í I. viðauka við Privacy Shield reglurnar.

Google starfar einnig samkvæmt stöðlum iðnaðarins um gegnsæi og val þegar kemur að auglýsingum á netinu.