Vinnum saman að öryggi á netinu

Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að stuðla að öryggi á vefnum. Fáðu upplýsingar um hvað þú getur gert til að tryggja öryggi þitt og fjölskyldu þinnar á netinu.

Fyrir alla

Kynntu þér öryggisverkfæri Google sem eru hönnuð til að hjálpa þér að hafa umsjón með öryggi þínu og persónuvernd.

Frekari upplýsingar

Fyrir fjölskylduna

Hjálpaðu börnunum þínum að tileinka sér góðar öryggisvenjur með verkfærum Google og ráðleggingum samstarfsaðila okkar um fjölskylduvernd.

Frekari upplýsingar

Öryggisverkfæri

Settu upp einföld öryggisverkfæri og fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú tryggir öryggi þitt á Gmail, Chrome, YouTube og öðrum vörum frá Google.

Chrome

Vafrað á vefnum án þess að skilja eftir spor

Þú getur notað huliðsstillingu í Chrome vafranum í tölvunni, spjaldtölvunni eða símanum til að vafra án þess að skilja eftir þig nein spor. Ef huliðsstilling er virk skráir Chrome ekki þær síður sem þú skoðar og skrár sem þú sækir í vafra- eða niðurhalsferil.

Frekari upplýsingar

Smelltu á Chrome valmyndina á tækjastiku vafrans → Smelltu á „Nýr huliðsgluggi“.

Nýr gluggi birtist, með tákni huliðsstillingar í horninu. Til að hætta þarftu bara að loka glugganum.

Android

Takmarkaðu aðgang við samþykkt forrit og leiki

Viltu leyfa einhverjum að nota spjaldtölvuna þína en án þess að viðkomandi komist í allt dótið þitt? Í Android spjaldtölvum með útgáfu 4.3 eða nýrri af Android er hægt að búa til prófíla með takmarkaðar aðgangsheimildir, sem takmarka aðgang annarra notenda að eiginleikum og efni á tölvunni þinni.

Frekari upplýsingar

Ef þú ert eigandi spjaldtölvunnar snertirðu Settings (stillingar) → Users (notendur) → Add user or profile (bæta við notanda eða prófíl)

Ýttu á „Takmarkað snið“ og svo „Nýtt snið“ og gefðu svo sniðinu heiti.

Þú getur kveikt og slökkt á eiginleikum og notað stillingarnar til að veita aðgang að eiginleikum, stillingum og forritum.

Ýttu á aflrofann til að fara aftur á lásskjáinn og snertu svo tákn nýja prófílsins.

Þegar allt er uppsett birtist heimaskjárinn sem auður. Snertu táknið fyrir öll forrit til að hefjast handa í nýja prófílnum.

Sjá fleiri öryggisverkfæri