Haltu tækinu þínu hreinu

Ef þú ert send(ur) áfram af Google yfir á aðra síðu eða ef auglýsingar spretta upp, óumbeðnar tækjastikur birtast eða þú færð skrýtnar leitarniðurstöður á Google getur verið að tölvan þín sé sýkt af spilliforritum. Spilliforrit er hugbúnaður sem er hannaður til að valda skaða og taka yfir stjórn tölvunnar þinnar.

Vísbendingar um að tölvan sé sýkt

Ef þú ert með spilliforrit í tölvunni getur verið að þú takir eftir þessum einkennum:

 • Auglýsingar sem spretta upp
 • Óumbeðnar tækjastikur
 • Óviðeigandi Google leitarniðurstöður eða auglýsingar
 • Önnur síða opnast í stað þeirrar sem þú ert að reyna að fara á, s.s. upphafssíðunnar eða Google
 • Þú sérð leitarvél sem lítur út eins og Google en vefslóð hennar eða merki er undarlegt
 • Þú færð niðurstöður frá rangri leitarvél

Spilliforrit fjarlægð úr tölvu eða vafra

 1. Farðu yfir hvaða forrit eru í tölvunni og fjarlægðu þau sem þú kannast ekki við.

Nokkur dæmi um forrit til að fjarlægja:

 • BrowserProtect
 • Desk 365
 • Dosearches Browser Protector
 • DProtect
 • eSave Security Control
 • Extended Protection
 • Nation Zoom browser protection
 • New Tabs Uninstall
 • Omiga plus
 • Wysys Control

2. Ef þú notar Chrome eða Firefox skaltu nota endurstillingareiginleika vafrans til að afturkalla breytingarnar sem þú sérð og færa stillingarnar aftur í eðlilegt horf.

3. Ef þú notar annan vafra skaltu nota vírusvarnarhugbúnað til að greina og fjarlægja spilliforrit úr tölvunni.

4. Ef ekki tókst að leysa vandann með því að fylgja ofangreindum leiðbeiningum skaltu skrifa færslu á Umræðusvæði Google leitar þar sem þú lýsir vandamálinu. Taktu fram hvaða skref þú hefur þegar farið í gegnum til að leysa vandann.

Komið í veg fyrir að tölvan sýkist af spilliforriti

1. ábending: Uppfærðu vafrann og stýrikerfið í nýjustu útgáfu.

Flest stýrikerfi láta þig vita þegar kominn er tími til að uppfæra – ekki hunsa þessi skilaboð. Gamlar útgáfur af hugbúnaði búa stundum yfir öryggisvandamálum sem glæpamenn geta nýtt sér til að komast yfir gögnin þín á auðveldan hátt.

Chrome vafrinn frá Google uppfærist sjálfkrafa í nýjustu útgáfuna í hvert skipti sem þú ræsir hann. Þannig færðu bestu mögulegu öryggisvernd án fyrirhafnar.

2. ábending: Vertu á varðbergi þegar þú smellir á eitthvað og sækir.

Þú gætir óvart smellt á tengil sem setur upp spilliforrit í tölvunni þinni. Til að halda tölvunni öruggri skaltu bara smella á tengla og sækja efni af vefsvæðum sem þú treystir. Ekki opna óþekktar skráargerðir eða sækja forrit sem birtast í sprettigluggum í vafranum.

Taktu líka eftir smáa letrinu og útfylltum gátreitum við niðurhal á efni. Vertu viss um að þú skiljir hvaða forrit þú ert að setja upp.