Öryggi þegar verslað er á netinu

Sífellt stærri hluti innkaupa fólks á sér stað á netinu. Google hjálpar neytendum að finna vörur á ýmsa mismunandi vegu, og þótt við höfum ekki stjórn á efninu sem birtist á vefnum viljum við hjálpa neytendum að versla á öruggan hátt á netinu. Mikill meirihluti viðskipta á netinu fer fram án nokkurra vandræða en í sumum tilvikum fela þau í sér áhættu, og þess vegna höfum við búið til þessa síðu með gagnlegum ábendingum og verkfærum til að nota við innkaup á netinu.

Ábendingar um öryggi

 • Ef það er of gott til að vera satt…: er það oftast raunin. Berðu uppgefið verð saman við svipaðar vörur sem seldar eru annars staðar. Ef verðið er mjög ólíkt skaltu fara varlega – gættu þess að kynna þér seljandann vel og spyrja spurninga um ástand vörunnar. Þegar vefsvæði býður vörur sem eru á mjög miklum afslætti, textinn er fullur af málvillum og stafsetningarvillum og notast er við myndir í lélegri upplausn teknar af opinberri síðu vörumerkisins kann að vera um falsaðar vörur að ræða. Sýndu þó aðgát því að á sumum vefsvæðum sem selja falsaða vöru er líkt eftir vefsvæði eiganda vörumerkisins með því að herma eftir útlitshönnun þess og nota svipaðar myndir eða hafa heiti vörumerkisins í léni vefsvæðisins.

 • Kynntu þér seljendur sem þú þekkir ekki: Ef þú hefur ekki keypt frá söluaðilanum áður skaltu kynna þér hann til að sjá hvort honum er treystandi. Til dæmis skaltu skoða viðskiptaferil hans og leita á vefnum að umsögnum frá öðrum kaupendum sem hafa keypt frá honum. Traustir söluaðilar ættu að gefa þér upp samskiptaupplýsingar sem þú getur notað ef þú ert með spurningar eða ef vandamál koma upp við greiðsluna, en það getur verið heimilisfang, símanúmer eða netfang. Mörg vefsvæði sem selja falsaðan varning eru með vefslóðir sem hljóma trúverðugar og innihalda jafnvel setningar eins og [vörumerki]onsale.com eða official[vörumerki].com. Ein leið til að kanna hver er skráður fyrir léninu er að skoða skráningu vefsvæðisins á WhoIs.

 • Notaðu greiðslumáta sem er með kaupvörn (buyer protection): Í mörgum tilvikum takmarka greiðslukortafyrirtæki skaðabótaábyrgð þína við kaup á netinu ef upp kemst um svik. Sum greiðslukerfi á netinu deila ekki öllu greiðslukortanúmerinu þínu með seljendum til þess að tryggja þér aukna vernd.

 • Lestu smáa letrið: Áður en þú kaupir skaltu kynna þér reglur seljandans um sendingu, ábyrgð og vöruskil. Sumir verslanir bjóða upp á fulla endurgreiðslu en aðrar taka gjald fyrir vöruskil og gefa eingöngu inneign í versluninni.

 • Haltu gögnum um kaupin til haga: Gagnlegt er að eiga stafræn eða útprentuð gögn um meiriháttar viðskipti ef þú þarft að skila vöru eða vefengja óheimilar greiðslur af reikningnum þínum.

 • Forðastu síður sem hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta og fylgstu með veffangastiku vafrans. Ef þú smellir á tengil og farið er með þig beint á aðra síðu kann vefsvæðið að hafa lent í árás og innihalda spilliforrit. Spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta geta sett upp óumbeðinn hugbúnað á tölvunni þinni án þinnar vitneskju. Sum vefsvæði sem hafa orðið fyrir árás beina þér ekki á aðra síðu en kunna að innihalda óviðkomandi og angrandi efni á síðunni. Ein leið til að vera á varðbergi er að fylgjast með veffangastikunni til að tryggja að tengillinn sem þú smellir á sé sá sem þú ferð á í raun.

 • Sláðu viðkvæmari vefslóðir beint inn í veffangastikuna: Ekki fara inn á reikninga sem innihalda viðkvæmar upplýsingar með því að smella á tengil eða afrita og líma vefslóðina. Skrifaðu vefslóðina frekar inn. Gættu þess þó að skrifa vefslóðina rétt; sum vefsvæði eru með mjög svipaða vefslóð og upprunalega vefsvæðið og líta alveg eins út, en hafa þann tilgang að stela reikningsupplýsingunum þínum.

 • Forðastu að gefa upp persónuupplýsingarnar þínar á grunsamlegum vefsvæðum. Ef vefsvæði biður um persónuupplýsingar umfram það sem nauðsynlegt er til að veita megi þjónustuna (s.s. bankaupplýsingar, svar við öryggisspurningu eða aðgangsorð) skaltu vera á varðbergi varðandi þær fyrirspurnir sem gefa vísbendingu um að verið sé að reyna að stela upplýsingum. Sum vefsvæði kunna að líta nákvæmlega eins út og upprunalega vefsvæðið og innihalda öll merki þess og texta, en eru sett upp af tölvuþrjótum í þeim tilgangi einum að stela persónuupplýsingunum þínum. Hér eru nokkrar ábendingar til að sneiða hjá og tilkynna vefsvæði þar sem vefveiðar fara fram.

 • Gættu þess að nota sterk aðgangsorð: Ekki nota sama aðgangsorð á mörgum reikningum og mundu að skipta reglulega um aðgangsorð, sérstaklega ef þú telur að reikningurinn sé í hættu. Skoðaðu fleiri góð ráð um hvernig á að velja gott aðgangsorð.

 • Sendu upplýsingar eingöngu um öruggar tengingar: Gáðu á veffangastikunni hvort vefsvæðið er með https:// tengingu (og leitaðu eftir hengilásnum á veffangastikunni ef þú notar Google Chrome eða Internet Explorer) þegar þú sendir viðkvæmar upplýsingar á borð við kreditkortanúmer eða bankanúmer. Þegar þú ferð inn á fjárhagslega reikninga skaltu gæta þess að vefsvæðið sé með lykilinn Extended Validation Certificate – vefslóðin eða heiti vefsvæðisins ætti þá að birtast grænt í veffangastiku margra algengra vafra, sem gefur til kynna að fyrirtækið eða stofnunin sem stendur fyrir vefsvæðinu hafi verið sannvottuð.

 • Forðastu að sýsla með fé í almenningstölvum: Forðastu að skrá þig inn á reikninga sem innihalda viðkvæmar fjárhagsupplýsingar (s.s. reikninga hjá bönkum og greiðslukortafyrirtækum eða viðskiptareikninga) í almenningstölvum eða tölvum sem margir nota. Ef þú opnar aðgang að slíkum upplýsingum í almenningstölvu eða samnýttri tölvu skaltu muna að skrá þig alveg út og loka vafranum að því loknu.

 • Tryggðu að þú hafir fengið það sem þú borgaðir fyrir: Þegar þú hefur fengið vöru afhenta skaltu fara yfir hana til að athuga hvort allt er eins og það á að vera. Því fyrr sem þú bregst við ef svik koma upp, þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að leysa farsællega úr málinu.

Hvar er hægt að nálgast frekari aðstoð?

Til eru ýmsar stofnanir sem hjálpa neytendum að tilkynna og leysa úr kvörtunum:

Bæði Better Business Bureau og National Consumers League veita upplýsingar. http://www.bbb.org/pittsburgh/migration/bbb-news-releases/2012/12/counteract-counterfeiting-and-shoddy-knock-offs-on-the-internet/ og www.fraud.org

Federal Trade Commission (FTC) tekur á móti kvörtunum vegna villandi eða ósanngjarnra viðskiptahátta. Til að leggja inn kvörtun skaltu fara á http://www.ftc.gov/ftc/contact.shtm

Ef kvörtunin snýr að fyrirtæki í öðru landi geturðu hugsanlega tilkynnt hana á http://www.econsumer.gov/

Innan Evrópusambandsins geta neytendur leitað til útibúa Evrópsku neytendaaðstoðarinnar til að finna lausnir á slíkum vandamálum vegna viðskipta landa á milli.http://ec.europa.eu/consumers/ecc/index_en.htm

Öryggisverkfæri

Kynntu þér fimm helstu öryggiseiginleika Google sem eru hannaðir til að stuðla að fjölskylduvernd á netinu.

Google reikningar

Gerðu Google reikninginn þinn enn öruggari

Þú eykur öryggi Google reikningsins þíns með því að bæta við tvíþættri staðfestingu. Ef þú ert með kveikt á tvíþættri staðfestingu sendir Google aðgangskóða í farsímann þinn þegar einhver reynir að skrá sig inn á reikninginn þinn úr áður óþekktri tölvu. Þetta þýðir að þótt einhver steli eða giski á aðgangsorðið þitt getur sá hinn sami ekki skráð sig inn á reikninginn þinn nema hafa símann þinn. Þannig geturðu varið þig með einhverju sem þú veist (aðgangsorðið) og einhverju sem þú ert með (síminn).

Frekari upplýsingar

Opnaðu stillingarnar með því að smella á nafnið þitt eða myndina í hægra horninu og smella svo á Reikningur.

Smelltu á Öryggi efst. Í aðgangsorðsglugganum skaltu smella á Uppsetning við hliðina á Tvíþætt staðfesting.

Þá færðu leiðbeiningar sem fylgja þér í gegnum uppsetningarferlið.

Síðan opnast stillingar tvíþættrar staðfestingar á ný. Yfirfarðu stillingarnar og bættu við varasímanúmerum.

Þá er það komið! Næst þegar þú skráir þig inn færðu send SMS-skilaboð með staðfestingarkóða.

Chrome

Vafrað á vefnum án þess að skilja eftir spor

Þú getur notað huliðsstillingu í Chrome vafranum í tölvunni, spjaldtölvunni eða símanum til að vafra án þess að skilja eftir þig nein spor. Ef huliðsstilling er virk skráir Chrome ekki þær síður sem þú skoðar og skrár sem þú sækir í vafra- eða niðurhalsferil.

Frekari upplýsingar

Smelltu á Chrome valmyndina á tækjastiku vafrans → Smelltu á „Nýr huliðsgluggi“.

Nýr gluggi birtist, með tákni huliðsstillingar í horninu. Til að hætta þarftu bara að loka glugganum.

Google reikningar

Google reikningurinn eins og þú vilt hafa hann

Á stillingasíðu reikningsins þíns sérðu þá þjónustu og upplýsingar sem tengjast Google reikningnum þínum og getur breytt öryggis- og persónuverndarstillingum.

Frekari upplýsingar

Opnaðu stillingarnar með því að smella á nafnið þitt eð a

Google reikningar

Fáðu tilkynningu ef nafnið þitt birtist á vefnum

„Ég á vefnum“ getur hjálpað þér að skilja og stjórna því sem fólk sér þegar það leitar að þér á Google. Eiginleikinn aðstoðar þig við að setja upp Google tilkynningar til að fylgjast með ef upplýsingar um þig birtast á netinu og stingur sjálfkrafa upp á ýmsum leitarskilyrðum sem þú kannt að vilja hafa auga með.

Frekari upplýsingar

Skráðu þig inn á Google reikninginn þinn og farðu á hlutann „Ég á vefnum“.

Smelltu á Stjórna veftilkynningum og smelltu svo á rauða hnappinn til að búa til tilkynningu.

Nafnið þitt birtist í textareitnum. Smelltu í textareitinn til að sjá fleiri uppástungur um veftilkynningar.

Smelltu á „Bæta við“ til að bæta við tilkynningu. Smelltu á blýantstáknið til að gera breytingar og ruslafötutáknið til að eyða.

Í fellivalmyndinni „Hversu oft“ skaltu velja tíðni tilkynninga.

Google reikningar

Hafðu umsjón með gögnunum á Google reikningnum þínum

Stjórnborð Google sýnir þér það sem er vistað á Google reikningnum þínum og veitir þér yfirlit yfir nýlega virkni á reikningnum. Á einum miðlægum stað geturðu auðveldlega skoðað gögnin þín og virkni og valið stillingar fyrir þjónustu á borð við Blogger, dagatal, skjöl, Gmail, Google+ og fleira.

Frekari upplýsingar

Farðu á stjórnborðið til að sjá yfirlit yfir gögnin sem tengjast Google reikningnum þínum og hafa umsjón með stillingunum þínum.

Hér geturðu séð og haft umsjón með gögnum sem vistuð eru á Google reikningnum þínum.

Sjá fleiri öryggisverkfæri