Myndaðu góð tengsl

Segðu börnunum að mæla sér aldrei mót við fólk sem þau „hitta“ á netinu og að gefa ókunnugum á netinu ekki upp persónuupplýsingar. Verkfæri Google auðvelda þér og fjölskyldu þinni að eiga samskipti við þá sem þið þekkið og forðast fólk sem þið þekkið ekki. Þegar börnin þín byrja að nota samskiptavefi á netinu eins og Hangouts, Google+ og Blogger er mikilvægt að ræða við þau um að taka réttar ákvarðanir og gera þeim ljóst mikilvægi viðeigandi hegðunar á netinu.

Öryggisverkfæri

Kynntu þér öryggisverkfæri Google sem eru hönnuð til að fjölskyldan geti gætt að því hvernig hún kemur fyrir á netinu.

YouTube

Stjórnaðu YouTube ummælum

Ef einhver skrifar ummæli sem þú vilt ekki að birtist við myndskeiðin þín eða rásina geturðu útilokað notandann á YouTube. Þá getur viðkomandi ekki skrifað fleiri ummæli við efnið þitt eða sent þér einkaskilaboð.

Frekari upplýsingar

Til að loka á einhvern á YouTube ferðu inn á rásarsíðu viðkomandi, sem ætti að vera áþekk þessari: www.youtube.com/user/NAFN.

Á flipanum „Um rásina“ skaltu smella á flaggtáknið.

Smelltu svo á „Loka á notanda“.

YouTube

Deildu myndskeiðum með útvöldum

Hvort sem þú vilt halda myndskeiði út af fyrir þig, deila því með vel völdum vinum eða bera það út um allar jarðir er til persónuverndarstilling fyrir þig. Á YouTube eru myndskeið sjálfgefið stillt á „Opinbert“ en því er auðvelt að breyta undir „Persónuverndarstillingar“ þegar þú flytur myndskeiðið inn. Ef þú skiptir um skoðun seinna geturðu alltaf breytt persónuverndarstillingum myndskeiðs sem þú hefur hlaðið upp áður.

Frekari upplýsingar

Til að breyta persónuverndarstillingunum ferðu í Vídeóstjórnun.

Finndu myndskeiðið sem þú vilt breyta og smelltu á hnappinn „Breyta“.

Farðu í fellivalmyndina „Persónuverndarstillingar“.

Veldu Opinbert til að deila myndskeiðinu með öllum, Óskráð til að deila því með þeim sem þú sendir tengilinn og Lokað til að deila því bara með útvöldum notendum.

Smelltu á „Vista breytingar“.

Google+

Stöðvaðu óæskileg ummæli eða merkingar

Ef þú vilt ekki sjá færslur frá einhverjum á Google+ geturðu lokað á hann með því að fara á prófíl viðkomandi og velja „Tilkynna/loka á notanda“. Þú getur líka þaggað tilteknar færslur til að þær birtist ekki lengur í straumnum þínum.

Frekari upplýsingar

Til að loka á einhvern í tölvu skaltu fara á prófíl viðkomandi.

Við hliðina á prófíl viðkomandi skaltu velja „Tilkynna/loka á notanda“.

Staðfestu að þú viljir loka á viðkomandi notanda.

Google+

Veldu hvaða uppfærslur þú sérð í straumnum þínum

Hvað ef einhver setur þig í hringina sína en þú hefur ekki áhuga á samskiptum við viðkomandi? Ef þú vilt ekki útiloka notandann geturðu þaggað færslur frá honum. Ef þú þaggar notanda færðu ekki lengur tilkynningar frá honum eða síðu hans.

Frekari upplýsingar

Opnaðu Google+.

Opnaðu prófílinn eða síðuna sem þú vilt þagga.

Smelltu á örina fyrir neðan prófílmynd og upplýsingar notandans.

Veldu „Þagga [notanda/síðu]“.

YouTube

Hafðu yfirsýn yfir það sem fólk segir um myndskeiðin þín.

Það er auðvelt að hafa umsjón með ummælunum við YouTube rásina þína. Þú getur valið að eyða ummælum, eða fresta birtingu ummæla frá tilteknum notendum eða sem innihalda tiltekin orð, þar til þú hefur yfirfarið þau.

Frekari upplýsingar

Til að hafa umsjón með ummælunum skaltu smella á örina efst til hægri við ummæli til að sjá valkostina.

Smelltu á „Fjarlægja“ til að eyða ummælunum af YouTube.

Eða smelltu á „Banna frá rás“ til að útiloka notandann svo hann geti ekki aftur skrifað ummæli við myndskeið á rásinni þinni.

Í stillingum ummæla geturðu valið að biðja um samþykki á öllum nýjum ummælum áður en þau birtast, eða lokað á ummæli með öllu.

Í stillingum ummæla getur þú stillt síur til að stjórna því hverjir geta skrifað ummæli við rásina þína. Þú getur líka útilokað ummæli sem innihalda tiltekin orð.

Sjá fleiri öryggisverkfæri