Grundvallaratriði fjölskylduverndar

Hér eru nokkrar ábendingar fyrir önnum kafna foreldra um hvernig þeir geta aukið öryggi fjölskyldunnar á netinu.

  1. Ræddu við fjölskylduna um öryggi á netinu. Vertu skýr hvað varðar reglur og væntingar fjölskyldunnar gagnvart tækni og hvaða afleiðingar röng notkun hefur. Síðast en ekki síst er mikilvægt að börnin finni hjá þér öruggt skjól til að biðja um leiðsögn þegar þau þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Þannig geta þau notað internetið upp á eigin spýtur en vita þó hvert þau eiga að snúa sér þegar spurningar vakna – til þín.
  2. Notið tæknina saman. Það er góð leið til að kenna öryggi á netinu og skapar tækifæri fyrir þig til að ræða álitamál varðandi öryggi við fjölskylduna þegar þau koma upp.
  3. Ræðið um netþjónustu og vefsvæði. Ræddu við fjölskyldumeðlimi um þau vefsvæði sem þeir hafa mestan áhuga á og hvaða síður henta hverjum og einum.
  4. Verðu aðgangsorðin. Hjálpaðu börnunum þínum að velja öruggt aðgangsorð á netinu. Minntu börnin á að gefa ekki upp aðgangsorðin sín við neinn, nema ef til vill fullorðna sem þau geta treyst. Gakktu úr skugga um að þau venji sig á að skrá sig út af reikningunum sínum þegar þau nota almenningstölvur, svo sem í skólanum, á kaffihúsum eða bókasöfnum.
  5. Notaðu persónuverndarstillingar og samnýtingarstýringar. Til eru fjölmörg vefsvæði þar sem hægt er að deila hugrenningum sínum, myndum, myndskeiðum, stöðuuppfærslum og fleiru með öðrum. Mörg þeirra bjóða upp á persónuverndarstillingar og ýmsar stýringar til að hjálpa þér að velja hverjir mega sjá efnið, áður en þú birtir það. Talaðu við börnin um hverju þau geta deilt opinberlega og hverju þau ættu ekki að deila. Hjálpaðu þeim að bera virðingu fyrir friðhelgi annarra með því að kenna þeim að gefa ekki upp persónuupplýsingar um fjölskyldumeðlimi eða vini og nafngreina ekki fólk í efni sem deilt er opinberlega.
  6. Athugaðu aldurstakmörk: Margar þjónustur á netinu – Google þar með talið – fara fram á tiltekinn lágmarksaldur notenda sinna. Til að mynda þarf að hafa náð lágmarksaldri til að geta stofnað Google reikning og sumar vörur Google eru eingöngu fyrir notendur 18 ára og eldri. Skoðaðu alltaf notkunarskilmála vefsvæðis áður en þú leyfir barni að stofna reikning þar og vertu skýr varðandi reglur fjölskyldunnar um hvaða svæði og þjónustur það má nota.
  7. Kenndu börnunum að tjá sig á ábyrgan hátt. Þetta er góð þumalputtaregla: Ef þú myndir ekki segja eitthvað augliti til auglitis við einhvern þá skaltu ekki senda það með SMS, í tölvupósti, spjallskilaboðum eða sem ummæli á vefsíuðu. Ræðið um hvernig það sem sagt er á netinu getur látið öðrum líða og setjið viðmiðanir innan fjölskyldunnar um hvers konar samskipti eru í lagi.
  8. Talaðu við aðra fullorðna. Taktu málið upp við vini, ættingja, kennara, þjálfara og ráðgjafa. Aðrir foreldrar og fagfólk sem vinnur með börnum getur liðsinnt þér við að finna út hvað hentar fyrir þína fjölskyldu, sérstaklega þegar um er að ræða þau svið tækni sem þú þekkir minna inn á.
  9. Verndaðu tölvuna þína og auðkenni. Notaðu vírusvarnarforrit og uppfærðu það reglulega – nema þú notir Chromebook, sem þarfnast ekki vírusvarnarforrits. Ræddu við fjölskylduna um hvers kyns persónuupplýsingar ætti ekki að birta á netinu – svo sem kennitölu, símanúmer eða heimilisfang. Kenndu fjölskyldumeðlimum að samþykkja ekki skrár eða opna viðhengi í tölvupósti frá ókunnugum
  10. Vertu með á nótunum. Það er ekki nóg að gera öryggisráðstafanir í eitt skipti og láta þar við sitja. Tæknin tekur stöðugum framförum og þarfir fjölskyldunnar því sömuleiðis. Því þarf umræðan að vera gegnumgangandi. Taktu stöðuna á reglum fjölskyldunnar og uppfærðu eftir þörfum, kannaðu hvernig gengur að framfylgja þeim og taktu reglulega frá tíma til að ræða málin.

Öryggisverkfæri

Kynntu þér fimm helstu öryggiseiginleika Google sem eru hannaðir til að stuðla að fjölskylduvernd á netinu.

Google Play

Notaðu barnalæsingu til að sía forrit eftir efnisflokkun

Þú getur notað barnalæsingu til að takmarka hvaða efni er hægt að sækja eða kaupa á Google Play. Þetta hjálpar þér að finna viðeigandi efni fyrir þig og fjölskyldu þína.

Frekari upplýsingar

Opnaðu Play Store forritið í tækinu.

Ýttu á valmyndartáknið í horninu efst til vinstri.

Veldu Stillingar.

Veldu Barnalæsing.

Kveikja á barnalæsingu.

Búðu til PIN-númer.

Veldu „Forrit og leikir“.

Veldu stig takmörkunar.

YouTube

Búðu til síu til að útiloka óviðeigandi efni

Ef þú vilt ekki sjá efni sem er ætlað fullorðnum eða efni sem hefur aldurstakmark á YouTube skaltu fletta neðst á hvaða YouTube síðu sem er og virkja öryggisstillinguna. Öryggisstillingin hjálpar við að sía út óæskilegt efni úr leit, tengdum myndskeiðum, spilunarlistum, þáttum og kvikmyndum.

Frekari upplýsingar

Flettu neðst á hvaða YouTube síðu sem er og smelltu á fellivalmyndina í hlutanum „Öryggi“.

Veldu „Kveikt“ eða „Slökkt“ til að kveikja eða slökkva á öryggisstillingunni.

Til að læsa þessari stillingu skaltu skrá þig inn á Google reikninginn þinn.

Þegar þú hefur skráð þig inn gefst þér kostur á að læsa þessari stillingu.

Chrome

Stjórnaðu því hvað börnin þín sjá á vefnum

Ef þú vilt stjórna því hvaða vefsvæði fjölskyldan getur heimsótt á netinu geturðu notað „stýrða notendur“ í Google Chrome. Með því að notast við stýrða notendur geturðu séð síðurnar sem stýrði notandinn hefur heimsótt og lokað á vefsvæði sem þú vilt ekki að hann sjái.

Frekari upplýsingar

Til að setja upp stýrðan notanda á þinni Chromebook tölvu ferðu á aðalinnskráningarskjáinn og velur „Add user“ (bæta við notanda).

Hægra megin á skjánum velurðu „Create a supervised user“ (stofna stýrðan notanda).

Smelltu á „Create a supervised user“ (stofna stýrðan notanda).

Skráðu þig inn á reikninginn sem á að fylgjast með stýrða notandanum og veldu Next (áfram).

Veldu notandanafn, aðgangsorð og mynd fyrir stýrða notandann. Smelltu á Next (áfram).

Android

Takmarkaðu aðgang við samþykkt forrit og leiki

Viltu leyfa einhverjum að nota spjaldtölvuna þína en án þess að viðkomandi komist í allt dótið þitt? Í Android spjaldtölvum með útgáfu 4.3 eða nýrri af Android er hægt að búa til prófíla með takmarkaðar aðgangsheimildir, sem takmarka aðgang annarra notenda að eiginleikum og efni á tölvunni þinni.

Frekari upplýsingar

Ef þú ert eigandi spjaldtölvunnar snertirðu Settings (stillingar) → Users (notendur) → Add user or profile (bæta við notanda eða prófíl)

Ýttu á „Takmarkað snið“ og svo „Nýtt snið“ og gefðu svo sniðinu heiti.

Þú getur kveikt og slökkt á eiginleikum og notað stillingarnar til að veita aðgang að eiginleikum, stillingum og forritum.

Ýttu á aflrofann til að fara aftur á lásskjáinn og snertu svo tákn nýja prófílsins.

Þegar allt er uppsett birtist heimaskjárinn sem auður. Snertu táknið fyrir öll forrit til að hefjast handa í nýja prófílnum.

Sjá fleiri öryggisverkfæri