Þorskur með smjörsósu

Valhópur á unglingastigi eldaði í vikunni þorsk með smjörsósu og sætkartöflumús. Mjög gott.

Hér er uppskriftin.

300 g þorskur

Fersk steinselja

Biti af chili pipar

2 msk furuhnetur

1 msk olía

1 msk sítrónusafi

Salt og pipar

Smjörsósan

50 g smjör

1 ½ msk soja sósa

Sætkartöflumúsin

1 sæt kartafla

3 msk smjör

2 hvítlauksrif, pressuð

Smá salt

Sætkartöflumúsin

  1. Berið smá olíu á kartöfluna og bakið í ofni við 150 gráður í tvo tíma.
  2. Skafið innan úr henni, látið í skál og hrærið með smjöri, hvítlauk og salti.

Fiskurinn

  • Skerið niður steinselju og chili og látið í skál með furuhnetum,olíu, sítrónusafa salti og pipar.
  • Látið fiskinn í smurt eldfast form saltið og látið 2/3 af blöndunni ofan á fiskinn.
  • Eldið fiskinn við 200 gráður í 12-15 mínútur.

Sósan

  • Bræðið smjörið í potti við miðhita og látið malla í 10 mínútur.
  • Takið smjörið af hellunni og veiðið froðuna ofan af.
  • Bætið sojasósunni og restinni af furuhnetublöndunni saman við smjörið og berið fram með fiskinum.