Þriggja bíla árekstur á Skeiðarárbrú

Skeiðarárbrú á þurru landi.
Skeiðarárbrú á þurru landi. mbl.is/RAX

Tveir bílar urðu óökufærir eftir þriggja bíla árekstur á Skeiðarárbrú um hálffjögurleytið í dag. Talsverð umferðarteppa myndaðist á báðum endum brúarinnar meðan hún var hreinsuð. 

Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi sluppu ökumenn og farþegar ómeiddir frá árekstrinum og ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl.

Skeiðarárbrú er einbreið stálbitabrú á steyptum stöplum sem spannar Skeiðará á Skeiðarársandi. Hún er lengsta brú landsins, 880 metra löng. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert