Smjörboxið sem matgæðingar elska

Marmarasmjörbox sem þú vilt skoða nánar.
Marmarasmjörbox sem þú vilt skoða nánar. mbl.is/Hopsongrace.com

Allir matgæðingar sem elska smjör, ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara. Hér sjáum við marmarakrukku sem geymir smjörið á eldhúsbekknum á smekklegan máta í allt að 30 daga.

Þessi krukka er ekki bara stáss á borði, því hún geymir smjörið einstaklega vel og heldur því fersku. Þú einfaldlega setur smjörið í bikarinn sem er undir lokinu sjálfu, hellir síðan örlitlu vatni í krukkkuna og setur lokð aftur á - en skipta þarf um vatn á 3-5 daga fresti. Marmarinn býr yfir þeim eiginleikum að halda smjörinu svölu, en þessi geymsluaðferð á smjöri hefur verið ráðandi í Frakklandi áður en fyrstu ísskáparnir litu dagsins ljós. Fyrir áhugasama þá má finna smjörkrukkuna HÉR.

mbl.is/Hopsongrace.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert