Innlent

"Við erum öflugar íslenskar konur"

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Kvennahlaupið er einn fjölmennasti í þróttaviðburður sem fram fer hér á landi ár hvert og vonast Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ til þess að engin breyting verði á því í ár.
Kvennahlaupið er einn fjölmennasti í þróttaviðburður sem fram fer hér á landi ár hvert og vonast Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ til þess að engin breyting verði á því í ár. mynd/valgarður
Íslenskar konur um allan heim spretta úr spori í dag í tuttugasta og þriðja Kvennahlaupinu. Tveir íslenskir kórar á ferðalagi erlendis ætla að hlaupa sitt eigið Kvennahlaup í Danmörku og Finnlandi.

Kvennahlaupið er einn fjölmennasti í þróttaviðburður sem fram fer hér á landi ár hvert og vonast Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ til þess að engin breyting verði á því í ár.

„í fyrra þá tóku um 15 þúsund konur þátt og við vonum að það verði fleiri í ár því veðrið leikur svo sannarlega við okkur, það er bara sól og blíða og dásamlegt hlaupaveður," segir Jóna Hildur.

Hlaupið verður frá áttatíu stöðum hér á landi í dag og sextán stöðum erlendis í tíu löndum svo sem Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og Norðurlöndunum. Jóna segir sterka hefð vera fyrir kvennahlaupinu hjá mörgum konum en þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem hlaupið er.

„Ég veit um tvo kóra sem eru á ferðalagi erlendis, að þeir komu og fengu boli hjá okkur og eru að hlaupa núna, einn í Finnlandi og annar í Danmörku," segir hún.

Hlaupið hófst í Mosfellsbæ núna klukkan ellefu en fyrir þær konur sem vilja taka þátt er hlaupið frá Garðabæ klukkan tvö.

„Svo er þetta náttúrulega heilsusamlegt, að hreyfa sig, og skemmtilegur viðburður að taka þátt í, það er ótrúlegur kraftur sem myndast þegar svona margar konur koma saman, við erum öflugar íslenskar konur," segir Jóna Hildur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×